Sogsbrú lokuð fram að hádegi

Þriðjudaginn 2. júní verður brúin yfir Sogið við Þrastarlund á Biskupstungnabraut lokuð frá klukkan 5 að morgni til hádegis vegna framkvæmda.

Verið er að vinna við brúargólf á brúnni og verður unnið að steypuvinnu á þriðjudagsmorgun. Vegfarendum bent á að nota aðrar leiðir á svæðinu.

Fyrri grein„Sætara verður það ekki“
Næsta greinLeikskólakennaranemar styrktir til náms