Söfnun hafin til stuðnings bændum

Askan frá gosinu í Grímsvötnum hefur valdið bændum og búaliði á öskusvæðinu miklu tjóni og er nú hafin fjársöfnun til að mynda styrktarsjóð fyrir bændur á svæðinu.

Fjársöfnunin fer fram meðal fyrirtækja í landinu og verður bændum á svæðinu veittur fjárhagslegur stuðningur eftir því hvernig safnast

Söfnun þessi fer fram í nánu samráði við Samtök atvinnulífsins og hefur verið valin fjögurra manna verkefnisstjórn til að hafa umsjón með söfnuninni, skipuleggja hana og móta reglur. Þessa verkefnisstjórn skipa þau Guðni Ágústsson, fv. landbúnaðarráðherra og framkvæmdastjóri SAM, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, form. Landssambands sauðfjárbænda, Sigurður Loftsson, form. Landssambands kúabænda og Hugrún Hannesdóttir, frá Félagi Ferðaþjónustubænda.

Undirbúningur er þegar hafinn og fyrir liggur að eftirtalin fyrirtæki hafa þegar lagt fram fé í söfnun þessa:
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki
Samherji hf., Akureyri
Ísfélag Vestmannaeyjaeyja hf., Vestmannaeyjum
Skinney-Þinganes hf., Höfn
N1 hf., Reykjavík
KEA svf. Akureyri
Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum
Mjólkursamsalan, Reykjavík
Alcoa – Fjarðarál, Reyðarfirði
Kjarnafæði hf., Akureyri
Þorbjörn hf, Grindavík
Norðlenska hf., Akureyri
Fóðurblandan hf., Reykjavík
Brim hf., Reykjavík
Sláturfélag Suðurlands, svf. Selfossi
SAH-afurðir hf., Blönduósi
Samkaup, Keflavík
Kaupás (Krónan/ Kjarval)
Bónus hf. Reykjavík.
Olís hf. Reykjavík

Óskað er eftir fjárframlögum frá hverju fyrirtæki sem nemi frá kr. 100.000 til kr. 1.000.000,-

Verkefnisstjórnin og Samtök atvinnulífsins vilja hvetja öll fyrirtæki til þess að taka vel og hraustlega á með sér í þessu brýna verkefni. Söfnunin fer fram í gegn um Arion – banka á Kirkjubæjarklaustri. Stefnt er að því að söfnunni verði lokið eigi síðar en fyrir júnílok svo hægt verði að bregðast sem fyrst við þeim brýna vanda sem við blasir.