Söfnuðu rúmlega 1,7 milljónum króna fyrir Sigurhæðir

Frá afhendingu styrksins. Ljósmynd/Aðsend

Þann 1. nóvember síðastliðinn sameinuðust kvenfélögin í Flóahreppi og héldu sameiginlegan basar í Félagslundi í Flóahreppi. Öll innkoma rann óskipt til Sigurhæða, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.

Óhætt er að segja að basarinn hafi gengið mjög vel en alls söfnuðust 1.762.373 krónur.

Vel var tekið á móti fulltrúum kvenfélagana þegar þær afhentu Sigurhæðum gjöfina og voru bæði kvenfélagskonurnar og fulltrúar Sigurhæðar afar ánægðar og þakklátar yfir þessu framtaki.

Fyrri greinTóm&Sjerrí í Þorlákskirkju á sunnudaginn
Næsta greinHékk í lausu lofti í stiganum í Inghól