Söfnuðu fyrir Krabbameinsfélagið í bleiku boði

Stelpurnar í HÚM stúdíó á Selfossi fylltu veggina með bleikum listaverkum í október og voru með bleikt kvöld 13. þess mánaðar. Það voru léttar veitingar í boði, lifandi tónlist og notaleg stemmning.

Þar voru þær með happdrætti til styrktar Krabbameinsfélaginu og tókst kvöldið vonum framar og söfnuðust 163.500 krónur með sölu á happdrættismiðum en 10% ágóði af sölu bleikra verka fóru líka til Krabbameinsfélagsins.

Þær vilja þakka öllum fyrir komuna og sérstakar þakkir fara til allra styrktaraðila fyrir kvöldið.

Fyrri greinFRESTAÐ: Passía litlu stúlkunnar með eldspýtunnar í Selfosskirkju
Næsta greinGonzalo Zamorano í Selfoss