Söfnuðu milljónum til tækjakaupa

Heilsugæsla Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vík í Mýrdal fékk nýtt augnlækningatæki að gjöf við upphaf Regnbogahátíðarinnar í Vík sl. föstudag.

Það eru kvenfélögin á starfsvæði stöðvarinnar og Lionsklúbburinn Suðri sem stóðu að söfnuninni ásamt fleirum í samfélaginu þar í kring. Söfnuðust um fimm milljónir króna til tækjakaupanna en með tilkomu þeirra geta augnlæknar komið og sinnt störfum í Vík.

Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri segir þetta sterka yfirlýsingu frá heimamönnum um að efla þjónustu í héraði.

Fyrri greinLogi hættur með Selfoss
Næsta greinGísli Tryggva: Réttindi landsbyggðar stóraukin