Söfnuðu kvartmilljón í Sjóðinn góða

Bingó Kvenfélags Grímsneshrepps var haldið á Borg í gær og tókst mjög vel en húsfyllir var á staðnum. Sameiginlega lögðu bingóspilarar og Kvenfélag Grímsneshrepps 250.000 kr. í Sjóðinn góða hjá Rauða krossinum.

Kvenfélagið vill koma á framfæri þökkum til bingóspilaranna fyrir skemmtilegan dag í þágu góðs málefnis og einnig þakkar Kvenfélagið öllum þeim sem gáfu vinninga eða styrktu félagið á annan hátt.

Fyrri greinMarkús spjallar í Listasafninu
Næsta greinKaldavatnslaust í Hveragerði