Sofnaði út frá eldamennskunni

Kl. 5:23 í morgun fékk Neyðarlínan boð um að reykur væri í kjallara fjölbýlishúss að Fossheiði 62 á Selfossi.

Slökkviliðið á Selfossi fór á vettvang en enginn eldur var í íbúð sem er í kjallaranum. Húsráðandi hafði komið heim eftir gleði næturinnar og hugðist spæla sér egg en sofnað út frá eldamennskunni.

Mikill reykur var í íbúðinni en engum varð meint af og sáu slökkviliðsmenn um að reykræsta hana.