Sofnaði og ók á staur

Ungur karlmaður slapp án meiðsla þegar hann ók á ljósastaur á Suðurlandsvegi við Arnberg á Selfossi um miðjan dag í dag.

Maðurinn sofnaði undir stýri, ók yfir á gagnstæðan vegarhelming og hafnaði vinstra framhorn bílsins af miklu afli á ljósastaurnum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slapp maðurinn án meiðsla en bifreiðin er töluvert skemmd.