Sófasetti aftur stolið í Selvoginum

Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um nokkur innbrot í vikunni. Fimm innbrot voru í bústaði í og við Hestvík í Grafningi.

Þjófarnir virðast fyrst og fremst hafa stolið rafmagnstækjum eins og sjónvarpstækjum, hljómflutningstækjum og eldhústækjum.

Þá var brotist inn í veiðihús við Hlíðarvatn í Selvogi í liðinni viku og þaðan stolið nýlegu sófasetti. Svo vill til að fyrr á þessu ári var brotist inn í þetta sama hús og sófasetti stolið.

Búi einhver yfir upplýsingum varðandi þessi innbrot er sá beðinn að hafa samband í síma 480 1010.