Söfnuðu 200 þúsund í Sjóðinn góða

Kvenfélag Grímsneshrepps hélt bingó á Borg um síðustu helgi til styrktar Sjóðnum góða hjá Rauða krossinum í Árnessýslu.

Bingóið tókst mjög vel söfnuðust 200.000 krónur í Sjóðinn góða.

Kvenfélagið þakkar bingóspilurum skemmtilegan dag í þágu góðs málefnis og einnig þakkar félagð öllum þeim sem gáfu vinninga eða styrktu bingóið á annan hátt.

Fyrri greinTil að ná háum aldri þarf heilsan að vera í lagi
Næsta greinVel heppnuð uppskeruhátíð Geysis