Snögg breyting á rekstraraðila veldur mestu

Aðsókn að Hótel Hlíð í Ölfusinu hefur verið undir meðallagi þetta árið en að sögn Sigurðar Tryggvasonar hótelstjóra skýrist það af skyndilegri breytingu var á rekstraraðila hótelsins áður en ferðatímabilið gekk í garð.

Sigurður segir að eftir því sem liðið hefði á sumarið hefði ræst úr aðsókninni og hann sagðist vera nokkuð bjartsýn með reksturinn næsta sumar.

Sömu aðilar og hafa séð um rekstur Hótel Arkar í Hveragerði sáu um reksturinn en sögðu samningi þar um upp skyndilega fyrir 1. maí í vor. Að sögn Sigurðar tóku þeir bókanir sínar með yfir á Hótel Örk og því hófst sumarið með litlar sem engar bókanir. Sigurður sér einnig um rekstur 8 sumarhúsa að Núpum og nokkurra húsa í Grímsnesinu og sagði hann að rekstur þeirra hefði gengið vel.