Snjósleði lenti í á

Á föstudaginn langa lenti snjósleði ofan í á við Landmannalaugar og var þyrla Landhelgisgæslunnar sett í viðbragðsstöðu vegna slyssins.

Betur fór en á horfðist en björgunarsveitarmenn voru nærri staðnum og var aðstoð þyrlunnar afturkölluð.

Á páskadag óskuðu ferðamenn aðstoðar en þeir höfðu fest bifreið sína í sandi nærri Hjörleifshöfða. Björgunarsveitarmenn frá Víkverja fóru til aðstoðar fólkinu.

Lögreglan á Hvolsvelli fór í þyrlueftirlit með Landhelgisgæslunni um páskana, m.a. í Þórsmörk og í Landmannalaugar. Nokkuð var af fólki á þessum stöðum en allt reyndist vera í lagi og kom ekkert uppá í eftirlitinu.

Fyrri greinAldraðir fluttir langt frá heimilum sínum
Næsta greinHraðakstursbrotum fækkar