Snjóruðningstæki valt í Hveradölum

Suðurlandsvegi yfir Hellisheiði verður lokað klukkan tvö í dag í báðar áttir vegna vinnu við snjóruðningstæki sem valt út af veginum síðastliðna nótt.

Bíllinn fór útaf veginum og á hliðina á vesturleið, efst í Hveradölum. Björgunarstarfið getur tekið 2-3 klukkustundir og er ökumönnum bent á að aka Þrengslaveg á meðan.

Fyrri grein150 manns bjargað úr föstum bílum undir Eyjafjöllum
Næsta greinFrábær kvöldskemmtun í Aratungu