Snjókoma og versnandi skyggni síðdegis

Reiknað er með snjókomu og skafrenningi um sunnan- og suðvestanvert landið frá því upp úr miðjum degi og jafnframt versnandi skyggni.

Mjög blint verður til að mynda yfir Hellisheiði undir kvöldið. Stormur verður undir Eyjafjöllum frá því um miðjan dag og með vindhviðum allt að 30-35 m/s.

Í morgun var hálka á Hellisheiði en hálkublettir á Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Suðurlandi.

Fyrri grein„Allskonar sögur“ komnar út hjá Vestfirska
Næsta greinGóð sending frá Utangarðsmönnum