Snjóflóðahætta að Fjallabaki

Að Fjallabaki. Mynd úr safni. Ljósmynd/UST

Snjóathugunarmaður Veðurstofunnar var í Landmannalaugum um síðustu helgi og segir aðstæður þar varasamar en mikil „vúmp“ hljóð heyrðust í snjónum og flekar brotnuðu undan honum.

Snjóathugunarmaðurinn forðaðist brattar brekkur og því fóru snjóflóð ekki af stað, en vúmp-hljóð og samfall í snjóflekum bendir jafnan til mikillar snjóflóðahættu.

Veðurstofan telur því fulla ástæðu til þess að vara fólk við því að vera á ferð í brattlendi á Fjallabakssvæðinu og þeim stöðum þar sem aðstæður kunna að vera svipaðar.

Fyrri greinFSu og ML keppa í kvöld
Næsta greinFundust hátt uppi í Ketillaugarfjalli