Snarpar vindhviður undir Eyjafjöllum

Í dag hvessir um tíma af austri sunnanlands og spáð er snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum, 30-40 m/s með morgninum.

Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum. Einnig eru hálkublettir nokkuð víða á Suðurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.