Snarpar hviður undir Eyjafjöllum

Búast má við stormi, 18-25 m/s víða á sunnanverðu landinu í dag, og snörpum vindhviðum t.d. undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s þegar verst lætur.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm í dag og verður mjög hviðótt á vestanverðu landinu með kvöldinu og fram eftir morgundegi.

Klukkan 9 í morgun voru vegir á Suðurlandi að mestu greiðfærir. Þó er hálka á Biskupstúnabraut og hálkublettir á Lyngdalsheiði og víða í uppsveitum.

Greiðfært er með suðausturströndinni.