Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi eftir líkamsárás í Þorlákshöfn í nótt. Í aðgerð lögreglunnar var snákur gerður upptækur á vettvangi og var honum komið til eyðingar í samstarfi við dýralækni.
Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Garðari Má Garðarssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi, að um alvarlega líkamsárás hafi verið að ræða.
Málið er til rannsóknar og gisti árásarmaðurinn í fangageymslu í nótt en skýrsla verður tekin af honum í dag.

