Snákur gerður upptækur eftir alvarlega líkamsárás

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einn er í haldi lög­regl­unn­ar á Suður­landi eft­ir lík­ams­árás í Þor­láks­höfn í nótt. Í aðgerð lög­regl­unn­ar var snák­ur gerður upp­tæk­ur á vett­vangi og var hon­um komið til eyðing­ar í sam­starfi við dýra­lækni.

Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Garðari Má Garðarssyni, aðal­varðstjóra hjá lög­regl­unni á Suður­landi, að um al­var­lega lík­ams­árás hafi verið að ræða.

Málið er til rann­sókn­ar og gist­i árás­armaður­inn í fanga­geymslu í nótt en skýrsla verður tekin af honum í dag.

Frétt mbl.is

Fyrri greinGunnar ráðinn upplýsingafulltrúi nýframkvæmda
Næsta greinEr ímyndunarveik í myrkri