Smyglarar gómaðir við Vík í Mýrdal

Síðdegis á þriðjudag stöðvuðu lögreglumenn Pajero jeppa við Vík í Mýrdal. Athygli vakti hvað mikill varningur var í jeppabifreiðinni sem var á vesturleið.

Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða talsvert magn af áfengi og tóbaki og strax vaknaði grunur um að þetta væri smyglvarningur.

Tveir menn sem voru í jeppanum voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. Í framhaldi var einn handtekinn á höfuðborgarsvæðinu sem talinn var að tengjast málinu.

Við yfirheyrslur viðurkenndu tveir mannanna að hafa smyglað áfenginu og tóbakinu í land á Reyðarfirði. Lögreglan lagði hald á um 300 áfengisflöskur, um 2000 neftóbaksdósir og um 1500 sígarrettupakka.

Staða málsins er sú að verið er ganga frá því til afgreiðslu til ákærusviðs lögreglustjórans á Suðurlandi.

Fyrri greinMaggnús hreppti Pétursbikarinn
Næsta greinFlatskjá stolið úr sumarbústað