Smitum fjölgar mikið á milli daga

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag er 561 einstaklingur í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fjölgað um 104 á milli daga.

Í Árborg eru 196 manns í einangrun, þar af 164 á Selfossi, og á Selfossi eru einnig 172 í sóttkví.

Þá er 51 í einangrun í Hveragerði og 52 í sóttkví og í Ölfusinu eru 31 í einangrun og 39 í sóttkví.

Smituðum fjölgar einnig aðeins á milli daga í sumarhúsabyggðunum á Suðurlandi. Í Grímsnesinu eru 38 í einangrun og 31 í sóttkví og í Bláskógabyggð eru 28 í einangrun og 25 í sóttkví.

Austan Þjórsár eru smitin flest í póstnúmerinu 851, sem er Ásahreppur og dreifbýlið í Rangárþingi ytra. Þar eru 26 í einangrun og 22 í sóttkví.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrri greinÓlíðandi ástand fyrir íbúa Þóristúns
Næsta greinJólasteikin sat í Selfyssingum