Smitum fjölgar lítillega en talsvert fækkar í sóttkví

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 62 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi og 50 í sóttkví.

Þetta eru svipaðar tölur og síðastliðinn föstudag, kórónuveirutilfellum hefur fjölgað um fjögur en talsvert hefur fækkað í sóttkví, um 11 manns síðan fyrir helgi.

Áfram eru flest smitin á Selfossi, þau eru nú 16 talsins og 22 eru í sóttkví þar. Níu eru í einangrun í Hveragerði og 5 í sóttkví. Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Frá og með deginum í dag fara sýnatökur vegna COVID-19 á Selfossi fram í bílakjallaranum við Austurveg 3-5.

Alls greindust 42 ný kórónuveirusmit innanlands í gær, að því er fram kemur á covid.is og varu 74% þeirra í sóttkví.

Fyrri greinAukið eftirlit við Lyngás og Hellu
Næsta grein„Vont að vita af þeim einum uppi í sumarbústað“