Smitum fjölgar á Suðurlandi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Smitum á Suðurlandi hefur fjölgað um sex síðan í gær, en nú er 31 einstaklingur í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi.

Af þessum 31 eru 29 í einangrun í Árborg og Ölfusi. Þrettán eru í einangrun í Þorlákshöfn og í sveitarfélaginu öllu eru 22 í sóttkví. Á Selfossi eru 11 í einangrun og 53 í sóttkví og á Stokkseyri og Eyrarbakka eru 5 í einangrun og 44 í sóttkví.

Á Suðurlandi öllu eru 127 manns í sóttkví og hefur fækkað í þeim hópi um rúmlega eitthundrað síðan í gær. Þá eru 93 í skimunarsóttkví eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum, sem er sama tala og í gær. Þetta kemur fram í tölum á heimasíðu HSU. Engin smit eru austan Þjórsár.

Í gær greindust níu manns innanlands með COVID-19 og voru tveir ekki í sóttkví, að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinÞórður í Skógum 100 ára í dag
Næsta greinMargrét ráðin hjúkrunarstjóri á Selfossi