Smitum fjölgar á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls eru 15 manns í einangrun á Selfossi í dag vegna COVID-19 og 7 í dreifbýli Árborgar.

Á meðan fjölda smita fækkar, eða þau standa í stað, annars staðar á Suðurlandi þá fjölgar smitum á Selfossi og í dreifbýli Árborgar samtals um átta á milli daga.

Nú eru 99 manns í sóttkví á Suðurlandi og hefur fækkað um sjö frá því í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu HSU.

Alls greindust 83 kórónuveirusmit innanlands í gær, að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinNíu manns sagt upp á Þingvöllum
Næsta greinBrýnt að ráðast í stækkun sem allra fyrst