Smitum fækkar á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 58 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi og hefur fækkað um sex síðan í gær.

Þeim sem eru í sóttkví hefur einnig fækkað en nú er 61 einstaklingur í sóttkví á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Flest smitin eru á Selfossi, 18 talsins og þar eru 16 í sóttkví. Þá eru 7 í einangrun í Hveragerði og 5 í sóttkví.

Alls greindust 67 smit innanlands í gær og af þeim voru 17 utan sóttkvíar, að því er fram kemur á covid.is

Fyrri greinÁstþór gefur kost á sér á lista Samfylkingarinnar
Næsta greinOpið bréf til sveitarstjórnar Rangárþings eystra