Smitaður starfsmaður á Ási

Dvalarheimilið Ás. Ljósmynd/Dvalarheimilið Ás

Starfmaður á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði greindist jákvæður fyrir COVID-19 í gær.

Heimilismenn á hjúkrunardeild og þar með talið Bæjarási eru þess vegna komnir í sóttkví og báðar þessar einingar eru lokaðar fyrir fyrir heimsóknum.

Í tilkynningu til aðstandenda segir að málið verði unnið áfram með smitrakningateyminu. „Við tökum höndum saman og komumst yfir þetta,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Fyrri greinMikilvæg stig í súginn
Næsta greinLíkur á síðdegisskúrum og jafnvel eldingum