Smit á leikskólanum Álfheimum

Leikskólinn Álfheimar við Sólvelli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Leikskólinn Álfheimar á Selfossi verður lokaður á morgun, þriðjudag, vegna kórónuveirusmits sem kom upp í starfmannahópnum.

Starfmenn Álfheima verða allir sendir í sýnatöku á morgun og því er leikskólinn lokaður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg þar sem því er bætt við að nánari upplýsingar munu koma eins fljótt og hægt er til foreldra þeirra barna sem þurfa að fara í sóttkví vegna þessa.

Fyrri greinFjórir Selfyssingar í landsliðshópnum
Næsta greinGrunur um smit í Vallaskóla