Smíðandi bauð lægst í Lund

Smíðandi ehf á Selfossi bauð lægst í fyrsta hluta viðbyggingar við Dvalarheimilið Lund á Hellu sem ljúka á á árinu. Tilboð voru opnuð í gær.

Verkið felur í sér að jarðvinnu, uppsteypu og frágang hússins að utan en stærð viðbyggingarinnar er 627 fermetrar.

Markmiðið með stækkuninni er að fjölga herbergjum fyrir vistmenn í þeim tilgangi að allir geti haft sérherbergi, auk þess sem lögð verður áherslu á þjónustu við heilabilaða.

Tilboð Smíðanda hljóðaði upp á tæpar 87,5 milljónir króna og er það rúmum 11,7 milljónum undir kostnaðaráætlun.

Þrjú önnur tilboð voru undir kostnaðaráætlun, 96,5 milljónir króna frá Vörðufelli ehf, 96,8 milljónir króna frá Rangá ehf og 99,0 milljónir frá Byggbræðrum ehf. Níu verktakar buðu í verkið og var hæsta tilboðið frá JÁVERK ehf, rúmar 110,3 milljónir króna. Tilboðin má sjá hér að neðan.

Þessum fyrsta hluta verksins á að vera lokið eigi síðar en 23. september 2013 en gert er ráð fyrir að viðbyggingin verði tekin í notkun árið 2015.

Smíðandi ehf 87.466.659,-
Vörðufell ehf 96.534.238,-
Rangá ehf 96.806.967,-
Byggbræður ehf 98.989.512,-
Kostnaðaráætlun 99.219.560,-
Pálmatré ehf 102.317.077,-
Trésmiðja Ingólfs 105.500.046,-
Byggingarfélagið Hamar 105.925.000,-
HUG-verktakar 106.189.743,-
JÁVERK ehf. 110.323.952,-

Fyrri greinSjúkraflutningamenn læra að verja sig
Næsta greinHamar í undanúrslitin