Smíðandi smíðar stúkuna

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við verktakafyrirtækið Smíðanda um uppsteypu á nýrri stúkubyggingu við Selfossvöll.

Sex verktakar buðu í verkið og bauð Smíðandi lægst, 18,9 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 26,7 milljónir og voru öll tilboðin undir þeirri tölu.

Áætlað er að stúkan verði tekin í notkun þann 24. júlí nk. en Smíðandi mun hefjast handa við framkvæmdir í þessari viku.