Smíðandi lýkur við björgunarmiðstöðina

Smíðandi ehf. á Selfossi mun sjá um lokafrágang Björgunarmiðstöðvar Árborgar en ekki ADA kris ehf. sem átti lægsta tilboðið.

Eftir að hafa yfirfarið tilboðsgögn og fengið álit frá bæjarlögmanni var það niðurstaða framkvæmda og veitustjórnar að ekki væri unnt að taka tilboðinu frá ADA kris.

Tilboð ADA kris hljóðaði upp á tæpar 54 milljónir króna en Smíðandi átti næst lægsta tilboðið tæpar 58 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Verkís var tæpar 68,5 milljónir.