Smíðandi bauð lægst í þakklæðningu

Smíðandi á Selfossi bauð lægst í endurnýjun á þakklæðningu á íþróttahúsinu á Stokkeyri en tilboðin voru opnuð í dag.

Tilboð Smíðanda hljóðaði upp á rúmar 8,3 milljónir króna en tilboð Eðalbygginga á Selfossi var örlítið hærra rúmar 8,5 milljónir króna. Kostnaðaráætlun verksins er rétt rúmar 9 milljónir króna.

Þrjú önnur tilboð bárust og voru þau nokkuð hærri. Skeiðamennirnir í Tré og straumi buðu rúmar 12,3 milljónir króna, Byggingarfélagið Laski á Selfossi tæpar 12,5 milljónir króna og Vörðufell á Selfossi rúmar 12,9 milljónir króna.

Fyrri greinKajakræðari fékk á sig brot
Næsta grein„Góður stígandi hjá okkur“