Smáskjálftar við Húsmúla

Í síðustu viku varð vart við smáskjálftavirkni við Húsmúla á Hellisheiði en þar á sér stað niðurrennsli á vegum Orkuveitu Reykjavíkur.

Skjálftarnir voru mjög litlir en í tilkynningu á heimasíðu Hveragerðisbæjar segir að þeir hafi varla fundist í bæjarfélaginu og virðist sem mjög hafi nú dregið úr þeim.

Ástæða þessa er að sögn Orkuveitunnar sú að undanfarið hafa verið gerðar þrepaprófanir á niðurrennslisholunum en þeim hefur nú verið hætt í bili. Einnig hefur orðið breyting á vinnsluferli sem olli kælingu á niðurrennslisvatninu sem einnig gæti hafa orsakað þessa smáskjálfta.

Fyrri greinLeggjast gegn frekari tilraunaborunum
Næsta greinNorskt félag tekur Ytri-Rangá á leigu