Smári efstur í prófkjöri Pírata

Smári McCarthy varð efstur í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi. 113 manns kusu í prófkjörinu. 413 voru með kosningarétt, 185 voru skráðir í kosningakerfi Pírata.

Hér gefur að líta niðurstöður kosninganna en einn aðili dró framboð sitt til baka og voru niðurstöður kosninga endurreiknaðar með tilliti til þess.

Smári McCarthy

Oktavía Hrund Jónsdóttir

Þórólfur Júlían Dagsson

Álfheiður Eymarsdóttir

Elsa Kristjánsdóttir

Kristinn Ágúst Eggertsson

Trausti Björgvinsson

Albert Svan

Valgarður Reynisson

Kári Jónsson

Hólmfríður Bjarnadóttir

Ármann Halldórsson

Jack Daníels

Marteinn Þórsson

Halldór Berg

Villi Ásgeirsson

Sigurður Ágúst Hreggviðsson

Elvar Már Svansson

Andri Steinn

Örn Karlsson

Friðrik Guðmundsson

Elín Finnbogadóttir

Sighvatur Lárusson

Kalli

Björn Helgason

Þegar niðurstöður úr prófkjörum á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík Norður, Reykjavík Suður og Suðvesturkjördæmi) og úr Norðvesturkjördæmi liggja fyrir verður haldin staðfestingakosning á listunum sem allir skráðir Píratar á landsvísu verða með kosningarétt. Kosningu í höfuðborgar prófkjörum lýkur föstudaginn 12. ágúst kl. 18:00 og í Norðvesturkjördæmi lýkur kosningu kl. 18:00 mánudaginn 15.ágúst.

Fyrri grein„Vorum bara eins og skokkhópur“
Næsta greinTímalög í Listasafni Árnesinga