Smalað í Leiðvelli

Bændur á Sólheimum í Mýrdal sóttu fé sitt í Leiðvöll í Meðallandi í gær en þangað var féð flutt snemmsumars vegna ösku í Sólheimaheiðum.

Féð er frá þrem bæjum, Sólheimahjáleigu, Sólheimum 2 og Sólheimakoti.

Þetta er annað árið sem Sólheimabændur þurfa að flytja fé sitt austur í Leiðvöll vegna ösku í Sólheimaheiðum og uppgræðslu á Sólheimasandi sem Landgræðslan sér um.

Fyrri greinLeitað að vitnum vegna líkamsárásar
Næsta greinTap í bragðdaufum úrslitaleik