Slysaskot í Rangárþingi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð til að sveitabæ í Rangárvallasýslu í gær þegar skot hljóp úr kindabyssu í framhandlegg manns.

Hinn slasaði var að aðstoða þann sem á byssunni hélt við að aflífa kind.

Kúlan mun hafa setið eftir í handleggnum og var maðurinn fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Reykjavík.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinForeldrar beðnir um að sækja leikskólabörn fyrr
Næsta greinLögreglubíll og jeppi í hörðum árekstri á Klaustri