Slys á motocrossbrautinni

Karlmaður á fertugsaldri slasaðist þegar hann féll af hjóli sínu á motocrossbrautinni á Selfossi síðdegis í dag.

Maðurinn var við æfingar á brautinni ásamt félögum sínum þegar stökk hjá honum mistókst. Hann lenti ofan á hjóli sínu og féll af því.

Grunur leikur á að maðurinn hafi rifbeinsbrotnað og hlotið innvortis blæðingar en hann kvartaði yfir eymslum og öndunarerfiðleikum. Maðurinn var fluttur á slysadeild í Reykjavík til skoðunar.

Fyrri greinKoddaslagur á bryggjunni
Næsta greinTröppur við Seljalandsfoss