Slys á fólki í tveimur óhöppum

Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Slys á fólki urðu í tveimur þeirra en þó ekki alvarleg.

Annarsvegar rákust saman tvær bifreiðar á gatnamótum Langasands og Dynskála á Hellu snemma á mánudagsmorgni, þann 12. desember. Áreksturinn var harður og reyndist ökumaður annarrar bifreiðarinnar, kona um tvítugt, hafa meiðst og var hún flutt á heilsugæslustöðina á Hellu til aðhlynningar.

Um miðjan dag í gær, sunnudag, fór bifreið útaf Suðurlandsvegi, skammt frá Þorvaldseyri og var ökumaður hennar fluttur á með sjúkrabifreið af vettvangi en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.

Nokkuð var um hraðakstur en 21 ökumaður var kærður fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku. Sem fyrr eru flestir þeirra í austurhluta umdæmisins þar sem hraði virðist almennt vera mun meiri en vestan megin miðað við fjölda afskipta lögreglu.

Sjö þeirra sem mældir voru reyndust á hraðanum frá 131 til 140 og tveir mældust á meiri hraða en 140 km/klst.

Þrír voru kærðir fyrir að aka bifreiðum sínum með of þungan farm. Einn þeirra, ökumaður sem ók vörubifreið með vagni sem á var dráttarvél, reyndist meira en 30% yfir leyfðri þyngd á Vífilsstaðavegi en þar var 5 tonna ásþungi leyfður.

Fyrri greinLóurnar fylltu Húsið af söng
Næsta greinTvær kærur eftir líkamsárás