Slys á ferðamönnum í hverri viku

Ferðamaður slasaðist á hendi eftir fall við Gullfoss í liðinni viku og var hann fluttur með sjúkrabifreið til læknis.

Að sögn lögreglu líður ekki sú vika að einn eða fleiri ferðamenn slasist á vinsælum ferðamannastöðum á Suðurlandi.

Þá missti erlendur ferðamaður stjórn á bíl sínum á Jökulvegi að Skálafellsjökli með þeim afleiðingum að bíllinn fór ofan í skurð. Maðurinn var einn á ferð og slasaðist ekki. Manninum var komið í skjól og bifreiðin flutt á verkstæði á Höfn.

Fyrri greinBráðaliðar losuðu aðskotahlut úr hálsi barns
Næsta greinTveir teknir próflausir