Sluppu vel úr veltu

Sex erlendir ferðamenn sluppu með skrekkinn þegar jeppabifreið sem þeir voru í valt útaf Einiholtsvegi skammt frá Kjarnholtum í Biskupstungum um kl. 18 á fimmtudag.

Ökumaður bílsins missti stjórn á bílnum þegar hann kom yfir blindhæð, en þarna er malarvegur.

Bíllinn fór nokkrar veltur útfyrir veg en fólkið slapp með skrekkinn. Jeppinn var hins vegar mikið skemmdur og var hann fluttur af vettvangi með vagni.

Þá var fólksbifreið ekið á ljósastaur á Stokkseyri síðastliðinn laugardag. Staurinn brotnaði og bifreiðin skemmdist það mikið að hún varð óökufær. Ökumaður slasaðist ekki.

Fyrri greinGóð Jónsmessuhelgi hjá löggunni
Næsta greinHreiðar Ingi staðartónskáld sumarsins