Sluppu vel úr harkalegri veltu

Þrír franskir ferðamenn sluppu með minniháttar meiðsli eftir að jeppabifreið þeirra endastakkst út af Hringveginum skammt frá Langsstöðum í Flóa um klukkan tíu í morgun.

Jeppinn var í lest bíla á leið í jöklaferð með hóp af frönskum ferðamönnum. Ökumaðurinn, sem er franskur, missti stjórn á bílnum í hálku og rann hann útaf veginum og valt, að því er talið þrjár veltur.

Frakkarnir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til skoðunar. Bifreiðin er mikið skemmd, ef ekki ónýt.

velta_floavegur100212gk_002_606760625.jpg

Fyrri greinAndy Pew í Hamar
Næsta greinTjónlausar löggur á Suðurlandi