Sluppu vel eftir bílveltu

Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að jeppabifreið valt á Gaulverjabæjarvegi um kl. 5 í morgun.

Fimm voru í bílnum en aðrir sluppu án meiðsla. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í hálku.

Þá var réttindalaus ökumaður á unglingsaldri tekinn undir stýri á Flúðum í nótt.