Sluppu ótrúlega vel úr veltu

Erlend hjón á sextugsaldri sluppu vel eftir að bíll þeirra fór útaf Þjórsárdalsvegi um kl. níu í gærkvöldi og valt fjórar veltur.

Hjónin voru í öryggisbeltum og héldust inn í bílnum í slysinu. Þau sluppu ómeidd og segir lögregla að það sé mikil mildi þar sem bíllinn er gjörónýtur.