Sluppu ómeiddir úr bílveltu

Jeppi valt á Hellisheiði á sjötta tímanum í gær. Tveir voru í bílnum en þeir sluppu ómeiddir og gátu haldið leiðar sinnar eftir að hafa komið bílnum á hjólin aftur.

Lögregla fór á staðinn ásamt sjúkrabíl en ökumaður og farþegi þurftu ekki aðhlynningu. Mikil hálka var á veginum og að sögn ökumanns hafði skyndileg vindkviða rifið í bílinn með þeim afleiðingum að hann valt á hliðina. Mennirnir komust heim fyrir jól.

Fyrri greinRúta fauk útaf við Pétursey
Næsta grein„Hann hefði kannski eignast hundrað þúsund fésbókarvini…“