Sluppu með skrekkinn úr bílveltu

Bílaleigubíll fór tvær veltur á Landvegi, rétt ofan við Galtalæk, um miðjan dag í dag.

Erlend hjón með tvö börn voru í bílnum og voru þau öll í bílbeltum og sakaði ekki.

Ekki er talið að um hraðakstur hafi verið að ræða heldur hafi ökumaður misst stjórn á bílnum í lausamöl. Slys af þessu tagi eru algeng á þessum stað þar sem malarvegurinn liggur í aflíðandi beygju.

Fyrri greinSunnlendinga þyrstir í tónlistarnám
Næsta greinSparar sveitarfélaginu 12 milljónir