Sluppu með lítil meiðsli

Erlendur ferðamaður velti bíl sínum útaf nýja Lyngdalsheiðarveginum, vestan við Litla-Reyðarbarm um kl. 11 í morgun.

Fjórir voru í bílnum og hlutu tveir þeirra minniháttar meiðsli. Bifreiðin er töluvert skemmd og varður fjarlægð með dráttarbíl.

Að sögn lögreglu eru tildrög slyssins ekki ljós, aðstæður á vettvangi eru góðar og vegurinn beinn og breiður.