Sluppu lítið meiddir úr bílveltu

Jeppi valt við Sandkluftavatn á Uxahryggjavegi um hádegisbil í dag. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og ók útaf veginum þar sem bíllinn valt.

Fjórir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir án teljandi meiðsla. Bíllinn er hins vegar töluvert skemmdur og var hann óökufær eftir óhappið.