Sluppu lítið meidd úr bílveltu

Tvennt slapp án teljandi meiðsla úr bílveltu á Biskupstungnabraut við Kerið um kl. 18 í dag.

Bíllinn var á leið niður Biskupstungnabraut þegar ökumaðurinn missti stjórn á henni í hálku. Bíllinn fór út fyrir veg og valt eina veltu.

Fólkið var flutt til skoðunar á slysadeild í Reykjavík. Bifreiðin er töluvert skemmd.

Hálka er á flestum vegum í Árnessýslu og glerhálka innanbæjar á Selfossi.