Sluppu án meiðsla úr bílveltu

Ökumaður pallbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni á Hringveginum austan við Vík í Mýrdal eftir hádegi í dag með þeim afleiðingum að hún valt á toppinn.

Ökumaður og farþegi ómeidd en bifreiðin er töluvert skemmd eftir veltuna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Kirkjubæjarklaustri var mjög mikil hálka á slysstað, hitastig við frostmark og snjóþekja á veginum. Nú er búið að ryðja veginn en hann er flugháll og hvetur lögregla ökumenn til að fara varlega.

Fyrri greinMottusnyrting í Mottumars
Næsta greinÞriggja bíla árekstur á Heiðinni