Sluppu án meiðsla úr bílveltu

Bílvelta varð á Þrengslavegi á ellefta tímanum í morgun. Bílstjórinn missti stjórn á bílnum í krapa og hálku.

Bíllinn fór eina veltu á veginum. Þrír voru um borð og sluppu allir með minniháttar meiðsli.

Lögreglan varar ökumenn við hálkublettum á Hellisheiði og í Þrengslum, sem og í uppsveitum Árnessýslu.