Sluppu án meiðsla úr bílveltu

Laust fyrir klukkan eitt í dag fékk lögreglan á Selfossi tilkynningu um bílveltu í Smiðjulaut á Hellisheiði, ofan við Hveradali.

Þar hafði jepplingur með tveimur innanborðs skautað útfyrir veg og oltið. Fólkið slasaðist ekki en bifreiðin var óökufær á eftir og var fjarlægð með dráttarbíl.

Fyrri greinFestu sig á Tungufellsdal
Næsta greinLjóð, húmor og lífsstílsbækur vinsælastar