Slösuð kona sótt í Reykjadal

Á annan tug björgunarmanna frá björgunarsveitum í Árnessýslu er nú á leið í Reykjadal þar sem göngukona slasaðist á fæti.

Munu þeir aðstoða sjúkraflutningamenn, sem einnig eru á leið á slysstað, við að koma konunni niður á bílastæðið við Hveragerði þar sem sjúkrabíll bíður þess að flytja hana á sjúkrahús.

Búist er við að bera þurfi konuna á börum töluverða leið en staðsetning hennar er ekki fyllilega ljós þar sem hún er utan hinnar hefðbundnu gönguleiðar um dalinn.

Björgunarfólk kemur því að slysstaðnum úr tveimur áttum, að ofan frá og Hveragerðismegin.

Fyrri greinÚrslitin í Brúarhlaupinu
Næsta greinÓvissustigi við Sólheimajökul aflétt